Hamrén: Mjög ánægður og gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 08:30 Hamrén í viðtalinu í nótt. mynd/skjáskot Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30