Hætt'essu bara Friðrik Agni Árnason skrifar 16. janúar 2020 08:00 Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun