Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2025 11:30 Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Pétur Björgvin Sveinsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun