Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:15 Magnús Einar hefur stýrt aðgerðum björgunarsveitarmanna á Flateyri í dag og síðustu nótt. Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46