Búið að tilkynna hverjir flytja málið gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2020 15:25 Nancy Pelosi auk þingmannanna sjö sem flytja munu málið. AP/Susan Walsh Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. Um er að ræða þingmennina Adam Schiff, Jerry Nadler, Zoe Lofgren, Hakeem Jeffries, Jason Crow, Val Demings og Sylvia Garcia. Fulltrúadeildin mun greiða atkvæði seinna í dag um að senda embættisákærurnar gegn Trump til öldungadeildarinnar og er talið að réttarhöldin gætu hafist strax í næstu viku. Sjá einnig: Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda þessa atkvæðagreiðslu í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Hvíta húsið kom í veg fyrir að flestir starfsmenn ríkisstjórnarinnar báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og þar á meðal voru þeir helstu sem komu að Úkraínumálinu svokallaða. Má til dæmis nefna þá Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur ekki viljað staðfesta hvort vitni verða kölluð til eða ekki. House Speaker Nancy Pelosi just announced who will serve as impeachment managers in the Senate trial and act as prosecutors by presenting the case against President Trump in the Ukraine scandal. https://t.co/80hYScuOqg pic.twitter.com/0MmIe51ngn— CNN (@CNN) January 15, 2020 NADLER: "We have to proceed, because the integrity of the election is at stake ... This is a test of the constitution ... The Senate is on trial, as well as the president." pic.twitter.com/XWM8mpMZ0j— Aaron Rupar (@atrupar) January 15, 2020 "We could have waited years to get further testimony but that would completely negate the impeachment power."@RepAdamSchiff says the time since the articles of impeachment were passed was "very effective" in bringing new evidence to light.Follow live: https://t.co/MML5Y54jhq pic.twitter.com/ARuLUNnZt0— Sky News (@SkyNews) January 15, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun. 14. janúar 2020 20:00 Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. Um er að ræða þingmennina Adam Schiff, Jerry Nadler, Zoe Lofgren, Hakeem Jeffries, Jason Crow, Val Demings og Sylvia Garcia. Fulltrúadeildin mun greiða atkvæði seinna í dag um að senda embættisákærurnar gegn Trump til öldungadeildarinnar og er talið að réttarhöldin gætu hafist strax í næstu viku. Sjá einnig: Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda þessa atkvæðagreiðslu í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Hvíta húsið kom í veg fyrir að flestir starfsmenn ríkisstjórnarinnar báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og þar á meðal voru þeir helstu sem komu að Úkraínumálinu svokallaða. Má til dæmis nefna þá Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur ekki viljað staðfesta hvort vitni verða kölluð til eða ekki. House Speaker Nancy Pelosi just announced who will serve as impeachment managers in the Senate trial and act as prosecutors by presenting the case against President Trump in the Ukraine scandal. https://t.co/80hYScuOqg pic.twitter.com/0MmIe51ngn— CNN (@CNN) January 15, 2020 NADLER: "We have to proceed, because the integrity of the election is at stake ... This is a test of the constitution ... The Senate is on trial, as well as the president." pic.twitter.com/XWM8mpMZ0j— Aaron Rupar (@atrupar) January 15, 2020 "We could have waited years to get further testimony but that would completely negate the impeachment power."@RepAdamSchiff says the time since the articles of impeachment were passed was "very effective" in bringing new evidence to light.Follow live: https://t.co/MML5Y54jhq pic.twitter.com/ARuLUNnZt0— Sky News (@SkyNews) January 15, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun. 14. janúar 2020 20:00 Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun. 14. janúar 2020 20:00
Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45
Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45
Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00