Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:15 Fimmtudagurinn 16. janúar 2020 er tileinkaður Örlygi Aroni Sturlusyni. Mynd7S2 Sport Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira