Dvelur þrjá mánuði á ári erlendis og finnst erfitt að geta ekki verið á mörgum stöðum í einu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2020 10:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira