180 strandaglópar gista í fjöldahjálparstöðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 06:54 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Vísir/Birgir Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48