Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:00 Mótmælum var fram haldið í Íran í dag þar sem krafist er afsagna æðstu embættismanna ríkisins. Bandaríkjaforseti biðlar til íranskra stjórnvalda um að hlífa mótmælendum. Annar dagur mótmæla fer nú fram í borginni Teheran en fjölmenn mótmæli hófust í gærkvöld. Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. Flestir mótmælenda eru háskólanemar og voru mótmælin brotin upp af lögreglu í gær. Emírinn í Katar fór á fund forseta Írans í dag og segja þeir að draga verði úr spennunni á milli Írans og Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, kom þeim skilaboðum áleiðis í dag að Bandaríkin muni ekki þola frekari yfirgang frá Írönum. Þá segir hann Bandaríkin tilbúin til að verja þjóðina og segir Bandaríkjaher þann öflugasta í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, biðlar til íranskra stjórnvalda að drepa ekki mótmælendur og hvetur þá að opna netið að nýju. Í gær skrifaði hann færslur á Twitter þar sem hann hvatti stjórnvöld í Íran til að brjóta ekki upp mótmælin og leyfa fólki að mótmæla friðsamlega. Sendiherra Bretlands í Íran, Rob Macaire, var viðstaddur mótmælin í gærkvöld. Þar var hann handtekinn en látinn laus skömmu síðar. Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail var hann handtekinn grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. Á Twitter þakkar hann fyrir góðar kveðjur og segir handtökuna brot á alþjóðalögum. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag þar sem krafist er afsagna æðstu embættismanna ríkisins. Bandaríkjaforseti biðlar til íranskra stjórnvalda um að hlífa mótmælendum. Annar dagur mótmæla fer nú fram í borginni Teheran en fjölmenn mótmæli hófust í gærkvöld. Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. Flestir mótmælenda eru háskólanemar og voru mótmælin brotin upp af lögreglu í gær. Emírinn í Katar fór á fund forseta Írans í dag og segja þeir að draga verði úr spennunni á milli Írans og Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, kom þeim skilaboðum áleiðis í dag að Bandaríkin muni ekki þola frekari yfirgang frá Írönum. Þá segir hann Bandaríkin tilbúin til að verja þjóðina og segir Bandaríkjaher þann öflugasta í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, biðlar til íranskra stjórnvalda að drepa ekki mótmælendur og hvetur þá að opna netið að nýju. Í gær skrifaði hann færslur á Twitter þar sem hann hvatti stjórnvöld í Íran til að brjóta ekki upp mótmælin og leyfa fólki að mótmæla friðsamlega. Sendiherra Bretlands í Íran, Rob Macaire, var viðstaddur mótmælin í gærkvöld. Þar var hann handtekinn en látinn laus skömmu síðar. Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail var hann handtekinn grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. Á Twitter þakkar hann fyrir góðar kveðjur og segir handtökuna brot á alþjóðalögum.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52