Íþróttafólkið á ÓL í Tókýó mun sofa á papparúmum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 23:30 Papparúmin sem verða í boði fyrir íþróttafólkið á ÓL í Tókýó í sumar. Getty/Kyodo New Eitt af því sem verður að vera í lagi nóttina fyrir mikilvæga íþróttakeppni er gott rúm. Þess vegna vekur það talsverða athygli að rúm íþróttafólksins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verða gerð úr pappa. „Þessi rúm þola upp í 200 kíló,“ sagði Takashi Kitajima, framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins þar sem íþróttafólkið mun gista á meðan leikunum stendur. Það er afar ólíklegt að einhver íþróttafólksins sé þyngri en það. „Þessi rúm eru sterkari en rúm úr tré,“ bætti Kitajima við í viðtali við blaðamann New York Daily News. Cardboard beds for Tokyo 2020 Athletes Village will be an Olympic first https://t.co/101Zj61l2Cpic.twitter.com/4yxL4FXzHm— NY Daily News Sports (@NYDNSports) January 9, 2020 Það mun þó ekki ganga upp að fagna Ólympíuverðlaunum með því að stökkva upp í rúm. „Auðvitað brotna þessi rúm eins og trérúm ef fólk er að hoppa á þeim,“ sagði Takashi Kitajima. Rúmin verða síðan endurunnin eftir leikana og unnin úr þeim endurunninn pappír. Dýnan sjálf er auðvitað ekki úr pappa en hún verður líka endurunnin í alls kyns plasthluti. Það verða átján þúsund papparúm í Ólympíuþorpinu en það er byggt upp af 21 íbúðaturnum. Þetta er í fyrsta sinn sem rúm íþróttafólks á Ólympíuleikunum verða endurnýjanleg eftir leikanna. Forráðamenn Ólympíuleikanna kynntu nýju rúmin í gær en sjálft Ólympíuþorpið verður ekki tilbúið fyrr en í júní. Ólympíuleikarnir hefjast 24. júlí en rúmin verða einnig notuð á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst 25. ágúst. Athletes at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games will sleep on beds made from partially recycled cardboard https://t.co/JXPgrqRZ1Wpic.twitter.com/IDprcPOAxi— Reuters (@Reuters) January 9, 2020 Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Eitt af því sem verður að vera í lagi nóttina fyrir mikilvæga íþróttakeppni er gott rúm. Þess vegna vekur það talsverða athygli að rúm íþróttafólksins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verða gerð úr pappa. „Þessi rúm þola upp í 200 kíló,“ sagði Takashi Kitajima, framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins þar sem íþróttafólkið mun gista á meðan leikunum stendur. Það er afar ólíklegt að einhver íþróttafólksins sé þyngri en það. „Þessi rúm eru sterkari en rúm úr tré,“ bætti Kitajima við í viðtali við blaðamann New York Daily News. Cardboard beds for Tokyo 2020 Athletes Village will be an Olympic first https://t.co/101Zj61l2Cpic.twitter.com/4yxL4FXzHm— NY Daily News Sports (@NYDNSports) January 9, 2020 Það mun þó ekki ganga upp að fagna Ólympíuverðlaunum með því að stökkva upp í rúm. „Auðvitað brotna þessi rúm eins og trérúm ef fólk er að hoppa á þeim,“ sagði Takashi Kitajima. Rúmin verða síðan endurunnin eftir leikana og unnin úr þeim endurunninn pappír. Dýnan sjálf er auðvitað ekki úr pappa en hún verður líka endurunnin í alls kyns plasthluti. Það verða átján þúsund papparúm í Ólympíuþorpinu en það er byggt upp af 21 íbúðaturnum. Þetta er í fyrsta sinn sem rúm íþróttafólks á Ólympíuleikunum verða endurnýjanleg eftir leikanna. Forráðamenn Ólympíuleikanna kynntu nýju rúmin í gær en sjálft Ólympíuþorpið verður ekki tilbúið fyrr en í júní. Ólympíuleikarnir hefjast 24. júlí en rúmin verða einnig notuð á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst 25. ágúst. Athletes at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games will sleep on beds made from partially recycled cardboard https://t.co/JXPgrqRZ1Wpic.twitter.com/IDprcPOAxi— Reuters (@Reuters) January 9, 2020
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira