„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 19:56 Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira