Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2020 20:50 Logi fer sáttur að sofa í kvöld eftir sigur sinna manna á KR. mynd/stöð 2 Logi Ólafsson - þjálfari í liðs FH í Pepsi Max deild karla í fótbolta - var eðlilega sáttur með 2-1 sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli er íslenski boltinn snéri aftur eftir nokkurra daga hlé vegna kórónufaraldursins. Leikskipulag FH gekk fullkomlega upp og skilaði góðum sigri á erkifjendum FH í KR. „Þetta er fyrst og fremst ánægja og gleði að hafa sigrað þetta sterka lið hér á heimavelli. Það hefur ekki hver sem er komið hingað og gert það. Við erum bara mjög ánægðir, það er fyrst og fremst það sem situr eftir,“ sagði Logi sáttur að leik loknum. Gefur sigur kvöldsins FH-ingum aukna trú fyrir komandi verkefni? „Klárlega. Svona verkefni sem skilar sigrar skilar alltaf einhverju til framhaldsins, það er alveg ljóst. Eftir að við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari FH] byrjuðum höfum við fengið það sem menn vilja kalla léttari mótherja og aldrei lent í alvöru prófi að mati sumra en þetta var allavega alvöru próf.“ „Hann leysir allar þessar stöður. Hann getur verið í öllum þessum fremstu stöðum og inn á miðjunni líka. Það er mikill styrkur að vera með mann sem getur leyst meira en eina stöðu á vellinum,“ sagði Logi um frammistöðu Þóris Jóhanns Helgasonar á Meistaravöllum í dag. Þórir Jóhann lagði upp bæði mörk FH í leiknum. Það fyrra á meðan hann lék á vinstri vængnum og það síðara er hann lék á þeim hægri. „Við notuðum þetta hlé til að reyna bæta líkamlegt atgervi og líður okkur eins og það hafi tekist. Okkur hefur legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu sterkir í lok leikjanna, við vildum bæta það og það fannst mér skila sér í dag,“ sagði Logi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Logi Ólafsson - þjálfari í liðs FH í Pepsi Max deild karla í fótbolta - var eðlilega sáttur með 2-1 sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli er íslenski boltinn snéri aftur eftir nokkurra daga hlé vegna kórónufaraldursins. Leikskipulag FH gekk fullkomlega upp og skilaði góðum sigri á erkifjendum FH í KR. „Þetta er fyrst og fremst ánægja og gleði að hafa sigrað þetta sterka lið hér á heimavelli. Það hefur ekki hver sem er komið hingað og gert það. Við erum bara mjög ánægðir, það er fyrst og fremst það sem situr eftir,“ sagði Logi sáttur að leik loknum. Gefur sigur kvöldsins FH-ingum aukna trú fyrir komandi verkefni? „Klárlega. Svona verkefni sem skilar sigrar skilar alltaf einhverju til framhaldsins, það er alveg ljóst. Eftir að við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari FH] byrjuðum höfum við fengið það sem menn vilja kalla léttari mótherja og aldrei lent í alvöru prófi að mati sumra en þetta var allavega alvöru próf.“ „Hann leysir allar þessar stöður. Hann getur verið í öllum þessum fremstu stöðum og inn á miðjunni líka. Það er mikill styrkur að vera með mann sem getur leyst meira en eina stöðu á vellinum,“ sagði Logi um frammistöðu Þóris Jóhanns Helgasonar á Meistaravöllum í dag. Þórir Jóhann lagði upp bæði mörk FH í leiknum. Það fyrra á meðan hann lék á vinstri vængnum og það síðara er hann lék á þeim hægri. „Við notuðum þetta hlé til að reyna bæta líkamlegt atgervi og líður okkur eins og það hafi tekist. Okkur hefur legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu sterkir í lok leikjanna, við vildum bæta það og það fannst mér skila sér í dag,“ sagði Logi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira