Rúnar: Við nýttum bara ekki færin okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2020 21:10 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. VÍSIR/DANÍEL Rúnar Kristinsson - þjálfari Íslandsmeistara KR - var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 á heimavelli fyrir FH þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Íslandsmeistararnir gáfu fá færi á sér og fengu nóg af góðum færum til að næla í stig eða þrjú. „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo [Punyed] var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra [Margeirsson]. Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn [þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu]. Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50 Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Rúnar Kristinsson - þjálfari Íslandsmeistara KR - var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 á heimavelli fyrir FH þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Íslandsmeistararnir gáfu fá færi á sér og fengu nóg af góðum færum til að næla í stig eða þrjú. „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo [Punyed] var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra [Margeirsson]. Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn [þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu]. Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50 Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50
Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti