Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 19:18 Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins búa um fjörutíu Íslendingar í Kína en erfitt er að staðfesta fjöldann. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvatti í gær Íslendinga í Kína að láta vita af sér og hafa sjö beðið um skráningu. Snorri Sigurðsson og eiginkona hans, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, eru meðal Íslendinga í Kína og hafa búið í tvö ár í Peking. Snorri starfar við stofnun sem sér um ráðgjöf til bænda um kúabúskap. Stór gata sem yfirleitt er full af bílum og fólki í Peking var auð núna í kvöld.mynd/snorri Hann segir götur Peking vera auðar enda sé enn frí vegna nýársins og margir haldi til síns heima þá. „Fólk er ekki búið að snúa aftur í borgina. Þannig að hér er rólegt, lítil umferð og lítið af fólki. Fríinu átti að ljúka á föstudag en búið er að framlengja því fram yfir helgi vegna veirunnar,“ segir Snorri. Hátt í hundrað manns hefur greinst með veiruna í Peking en Snorri segir fólk greinilega vant því að takast á við svona áföll og kann að bregðast við vírussmiti. Hann og kona hans hafa aftur á móti aldrei upplifað svona aðstæður. „Það er eins og við séum í stofufangelsi. Nú er frívika og alla jafna þegar maður er í fríi þá gerir maður eitthvað en það eru allir staðir lokaðir til að koma í veg fyrir að fólk hitti ókunnuga. Fyrir útlendinga er þetta hálfgerð einangrun en við leysum það. Förum alveg í göngutúra og svona en bara vel búin grímum og öðru.“ Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins búa um fjörutíu Íslendingar í Kína en erfitt er að staðfesta fjöldann. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvatti í gær Íslendinga í Kína að láta vita af sér og hafa sjö beðið um skráningu. Snorri Sigurðsson og eiginkona hans, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, eru meðal Íslendinga í Kína og hafa búið í tvö ár í Peking. Snorri starfar við stofnun sem sér um ráðgjöf til bænda um kúabúskap. Stór gata sem yfirleitt er full af bílum og fólki í Peking var auð núna í kvöld.mynd/snorri Hann segir götur Peking vera auðar enda sé enn frí vegna nýársins og margir haldi til síns heima þá. „Fólk er ekki búið að snúa aftur í borgina. Þannig að hér er rólegt, lítil umferð og lítið af fólki. Fríinu átti að ljúka á föstudag en búið er að framlengja því fram yfir helgi vegna veirunnar,“ segir Snorri. Hátt í hundrað manns hefur greinst með veiruna í Peking en Snorri segir fólk greinilega vant því að takast á við svona áföll og kann að bregðast við vírussmiti. Hann og kona hans hafa aftur á móti aldrei upplifað svona aðstæður. „Það er eins og við séum í stofufangelsi. Nú er frívika og alla jafna þegar maður er í fríi þá gerir maður eitthvað en það eru allir staðir lokaðir til að koma í veg fyrir að fólk hitti ókunnuga. Fyrir útlendinga er þetta hálfgerð einangrun en við leysum það. Förum alveg í göngutúra og svona en bara vel búin grímum og öðru.“
Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45
Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43