Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:42 Frá leitarsvæðinu í dag. Maðurinn grófst í flóði í efra horninu vinstra megin á myndinni. Vísir/egill Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Björgunarsveitir Esjan Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira