BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 08:33 Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Getty Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Breska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til Kína. Á sama tíma hafa fréttir borist að bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hafi tímabundið lokað um helming útibúa sinna í Kína, um tvö þúsund talsins, til að styðja við bakið á tilraunir kínverskra yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að faraldurinn sé líklegur til að hafa áhrif á afkomu félagsins. Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega sex þúsund manns. Veiran hefur nú fundist í sextán löndum utan Kína. Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Um 10 prósent tekna fyrirtækisins koma frá starfsemi þess í Kína. Fjöldi stórfyrirtækja hafa ráðlagt starfsfólki sínu að forðast að ferðast til Kína vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hefur japanski bílaframleiðandinn Toyota tímabundið lokað framleiðslustöðum sínum í Kína. Fréttir af flugi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Breska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til Kína. Á sama tíma hafa fréttir borist að bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hafi tímabundið lokað um helming útibúa sinna í Kína, um tvö þúsund talsins, til að styðja við bakið á tilraunir kínverskra yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að faraldurinn sé líklegur til að hafa áhrif á afkomu félagsins. Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega sex þúsund manns. Veiran hefur nú fundist í sextán löndum utan Kína. Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Um 10 prósent tekna fyrirtækisins koma frá starfsemi þess í Kína. Fjöldi stórfyrirtækja hafa ráðlagt starfsfólki sínu að forðast að ferðast til Kína vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hefur japanski bílaframleiðandinn Toyota tímabundið lokað framleiðslustöðum sínum í Kína.
Fréttir af flugi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30