Tvær litlar spurningar til þingmanna Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. janúar 2020 12:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar