Fótbolti

Neymar minntist Kobe

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Neymar í leik kvöldsins
Neymar í leik kvöldsins Vísir/Getty

Fréttir af andláti Kobe Brynt hafa greinilega borist til eyrna Neymar og annarra leikmanna en hann fagnaði öðru marki sínu í leik kvöldsins með því að mynda tölurnar tvo og fjóra með fingrum sínum. Kobe gerði treyju númer 24 ódauðlega hjá Lakers á sínum tíma. 

Neymar hefur ávallt verið mikill aðdáandi Kobe og öfugt. Kobe kom meira að segja og horfði á æfingu hjá PSG á sínum tíma. 

Að leik kvöldsins þá vann PSG nokkuð þægilegan 2-0 útisigur á Lille þar sem Neymar gerði bæði mörkin. Það fyrra á 28. mínútu og það síðara úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Það var eftir síðara markið sem Neymar vottaði Kobe virðingu sína.

PSG er sem fyrr á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með 52 stig, 10 stigum á undan Marseille sem er í 2. sæti. Lille er í sem stendur í 7. sæti með 31 stig.


Tengdar fréttir

Íslendingar minnast Kobe

Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár.

Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta

Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum.

Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum

Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×