FOKK Jú ALLIR... Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:00 ...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun