Mjög sérstök gangtegund hesta í Puerto Rico Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 19:45 Katrín Ólína á Skeiðvöllunum með Ólínu, sem er 10 vetra mögnuð klárhryssa. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“. Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“.
Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira