Segir of margt fatlað fólk búa á úreltum sambýlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 10:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtaka Þroskahjálp segir ýmsar brotalamir í kefinu þegar kemur að búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk. Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“