Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 17:46 Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. AP Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36