Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Drífa Snædal skrifar 24. janúar 2020 14:30 Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun