Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Drífa Snædal skrifar 24. janúar 2020 14:30 Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar