Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 11:51 Feðginin Thomas og Meghan Markle. Þau hafa ekki talast við síðan í maí 2018 en sá fyrrnefndi hefur gengið mjög hart fram gegn dóttur sinni í breskum fjölmiðlum. Skjáskot/Daily Mail Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. Þetta kom fram í máli hans í heimildarmynd sem sýnd var í gær. Faðir Meghan hefur verið sannkallaður steinn í götu hertogaynjunnar síðan kastljós breskra fjölmiðla hóf að beinast að henni. Hann hefur ítrekað rætt samband sitt við dóttur sína á opinskáan og óvæginn hátt en þau hafa ekki talast við síðan hún giftist Harry í maí árið 2018. Sjá einnig: Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Ummæli Thomasar sem nú eru til umfjöllunar eru höfð eftir honum í heimildarmynd sem sýnd var á Channel 5 í breska sjónvarpinu í gærkvöldi. „Þegar hér er komið sögu þá skulda þau mér. Konungsfjölskyldan skuldar mér. Harry skuldar mér, Meghan skuldar mér. Mér ætti að vera endurgoldið fyrir það sem ég hef gengið í gegnum,“ segir Thomas um samband sitt við Meghan í myndinni. Þá sé kominn tími til að Meghan „hugsi um pabba.“ Meghan Markle og Harry Bretaprins.Vísir/Getty Þá kvað Thomas fjölmiðlaumfjöllun um hann hefði verið ósanngjörn og að hann hefði samþykkt að koma fram í heimildarmyndinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Vegna þess að ég vil að allir viti að þessir ómerkilegu hlutir sem hafa verið sagðir eiga ekki við um mig.“ „Ég vil að Harry og Meghan sjá þessa upptöku og viti að þetta er ekki sanngjarnt,“ bætti hann við. Þá kvað hann það jafnframt sennilegt að hann myndi aldrei hitta Meghan og Harry aftur. Greint hefur verið frá því að Thomas gæti borið vitni gegn Meghan í málaferlum hennar og Harrys gegn breska dagblaðinu The Mail on Sunday. Hér að neðan má sjá klippu úr heimildarmyndinni sem birt var um helgina. Þar segir Thomas að Harry og Meghan hafi með ákvörðun sinni að stíga til hliðar „lítillækkað“ konungsfjölskylduna og gert hana að „Walmart-verslun með kórónu“. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. Þetta kom fram í máli hans í heimildarmynd sem sýnd var í gær. Faðir Meghan hefur verið sannkallaður steinn í götu hertogaynjunnar síðan kastljós breskra fjölmiðla hóf að beinast að henni. Hann hefur ítrekað rætt samband sitt við dóttur sína á opinskáan og óvæginn hátt en þau hafa ekki talast við síðan hún giftist Harry í maí árið 2018. Sjá einnig: Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Ummæli Thomasar sem nú eru til umfjöllunar eru höfð eftir honum í heimildarmynd sem sýnd var á Channel 5 í breska sjónvarpinu í gærkvöldi. „Þegar hér er komið sögu þá skulda þau mér. Konungsfjölskyldan skuldar mér. Harry skuldar mér, Meghan skuldar mér. Mér ætti að vera endurgoldið fyrir það sem ég hef gengið í gegnum,“ segir Thomas um samband sitt við Meghan í myndinni. Þá sé kominn tími til að Meghan „hugsi um pabba.“ Meghan Markle og Harry Bretaprins.Vísir/Getty Þá kvað Thomas fjölmiðlaumfjöllun um hann hefði verið ósanngjörn og að hann hefði samþykkt að koma fram í heimildarmyndinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Vegna þess að ég vil að allir viti að þessir ómerkilegu hlutir sem hafa verið sagðir eiga ekki við um mig.“ „Ég vil að Harry og Meghan sjá þessa upptöku og viti að þetta er ekki sanngjarnt,“ bætti hann við. Þá kvað hann það jafnframt sennilegt að hann myndi aldrei hitta Meghan og Harry aftur. Greint hefur verið frá því að Thomas gæti borið vitni gegn Meghan í málaferlum hennar og Harrys gegn breska dagblaðinu The Mail on Sunday. Hér að neðan má sjá klippu úr heimildarmyndinni sem birt var um helgina. Þar segir Thomas að Harry og Meghan hafi með ákvörðun sinni að stíga til hliðar „lítillækkað“ konungsfjölskylduna og gert hana að „Walmart-verslun með kórónu“.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18
Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45