Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er kominn í ótímabundið veikindaleyfi. Annar verður settur í embættið til þriggja mánaða.
Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Í frétt Fréttablaðsins segir að mikið hafi mætt á ríkislögmanni að undanförnu og eru þar nefnd sértaklega mál ríkisins er varða skipun dómara í Landsrétt, bæði fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu. Einar Karl mun því ekki koma að málflutningi í Strassborg sem hefst 5. febrúar næstkomandi.
Einar Karl Hallvarðsson var skipaður ríkislögmaður árið 2011.