Við þurfum að hlusta bæði á foreldra og leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. janúar 2020 10:00 Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun