Ísland færist upp um þrjú sæti á spillingarlista Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. janúar 2020 07:09 Ísland fær þó sérstaka umfjöllun í skýrslunni vegna Samherjamálsins en samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafa landsins á götum úti. vísir/vilhelm Ísland færist upp um þrjú sæti á nýjum lista Transparancy International þar sem reynt er að mæla hversu vel varin lönd eru gegn spillingu. Því ofar sem lönd eru á listanum því minni spilling er talin vera í landinu. Ísland mælist nú í ellefta sæti af 180 mældum löndum en sem fyrr raða Norðurlöndin sér í efstu sæti listans og eru Danmörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð á topp tíu. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum könnunarinnar hér á landi segir að listinn í ár sýni hversu erfitt er að uppræta kerfislæga spillingu, því litla sem enga breytingu er að finna á spillingarvísum flestra landa milli ára. Ísland færist þó upp um þrjú sæti en of snemmt er að fullyrða um hvort það sé merki um að landið hafi tekið sig á í málaflokknum og hert löggjöf og aukið eftirlit með þáttum eins og hagsmunaárekstrum, vina- og frændhygli, fjárstyrkjum til stjórnmálaflokka, mútugreiðslum íslenskra fyrirtækja erlendis, og svo framvegis, eða hvort önnur lönd hafi einfaldlega færst til og Ísland því hlutfallslega einnig. Ísland fær þó sérstaka umfjöllun í skýrslunni vegna Samherjamálsins en samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafa landsins á götum úti. Samherjamálið hafi vakið hneykslan fólks og leitt til mótmælaaðgerða á opinberum vettvangi í Reykjavík, sem meðal annars fólu í sér kröfu um afsögn núverandi sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Ísland færist upp um þrjú sæti á nýjum lista Transparancy International þar sem reynt er að mæla hversu vel varin lönd eru gegn spillingu. Því ofar sem lönd eru á listanum því minni spilling er talin vera í landinu. Ísland mælist nú í ellefta sæti af 180 mældum löndum en sem fyrr raða Norðurlöndin sér í efstu sæti listans og eru Danmörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð á topp tíu. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum könnunarinnar hér á landi segir að listinn í ár sýni hversu erfitt er að uppræta kerfislæga spillingu, því litla sem enga breytingu er að finna á spillingarvísum flestra landa milli ára. Ísland færist þó upp um þrjú sæti en of snemmt er að fullyrða um hvort það sé merki um að landið hafi tekið sig á í málaflokknum og hert löggjöf og aukið eftirlit með þáttum eins og hagsmunaárekstrum, vina- og frændhygli, fjárstyrkjum til stjórnmálaflokka, mútugreiðslum íslenskra fyrirtækja erlendis, og svo framvegis, eða hvort önnur lönd hafi einfaldlega færst til og Ísland því hlutfallslega einnig. Ísland fær þó sérstaka umfjöllun í skýrslunni vegna Samherjamálsins en samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafa landsins á götum úti. Samherjamálið hafi vakið hneykslan fólks og leitt til mótmælaaðgerða á opinberum vettvangi í Reykjavík, sem meðal annars fólu í sér kröfu um afsögn núverandi sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira