Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 00:01 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, í ræðustól í dag. Vísir/Getty Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira