Hector Bellerin tryggði 10 leikmönnum Arsenal stig á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 22:15 vísir/getty Arsenal náði jafntefli gegn Chelsea á Brúnni í kvöld en liðin mættust í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var manni færri í 65 mínútur eftir að David Luiz fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Tammy Abraham innan vítateigs á 25. mínútu leiksins. Hector Bellerin, fyrirliði Arsenal, bjargaði stigi fyrir gestina með frábæru skoti undir lok leiks. Lokatölur 2-2. Góð byrjun ChelseaChelsea voru mun betri í upphafi leiks og eftir rúmar fimmtán mínútur leik fékk Tammy Abraham dauðafæri eftir vel útfærða hornspyrnu. Því miður fyrir Abraham og Chelsea þá var skallinn slakur og Bernd Leno varði vel í marki gestanna. Skömmu síðar átti Callum Hudson-Odoi skot-/fyrirgjöf sem small í þverslánni og staðan því enn markalaus. Á 25. mínútu kom vendipunktur leiksins. Shokdran Mustafi átti þá vægast sagt hörmulega sendingu til baka sem Abraham komst inn i og fór auðveldlega framhjá Leno í markinu áður en David Luiz braut einakr klaufalega á sóknarmanninum innan vítateigs. Stuart Atwell, dómari leiksins, sá sig tilneyddan til að reka Luiz út af og dæma vítaspyrnu, ákvörðun sem myndbandsdómgæslan staðfesti skömmu síðar. Jorginho, ítalski-brasilíumaðurinn í liði Chelsea, tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Staðan 1-0 og fyrri hálfleikur rétt hálfnaður. Mikael Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ákvað í kjölfarið að færa Granit Xhaka niður í miðvörðinn og fækka á miðjunni. Lendo kom Arsenal svo aftur til bjargar þegar hálftími var liðinn þegar Hudson-Odi átti gott skot en sá þýski varði vel í markinu.Ótrúleg jöfnunarmörk ArsenalÁ 63. mínútu jafnaði Arsenal metin eftir ótrúlegan sprett Gabriel Martinelli. Chelsea átti þá hornspyrnu sem Mustafi skallar frá, Martinelli fékk boltann rétt fyrir utan eigin vítateig og stakk hvern varnarmann Chelsea á fætur öðrum af. N'Golo Kante gerði sig líklegan til að stöðva Martinelli við miðlínuna en sá franski rann og Martinelli hélt hlaupinu áfram. Hann komst á endanum inn í vítateig Chelsea þar sem hann renndi knettinum örugglega framhjá Kepa í marki heimamanna og staðan orðin 1-1. Eftir þetta voru Arsenal menn töluvert sterkari aðilinn þó svo að þeir væru manni færri og á 71. mínútu kom Alexandre Lacazette knettinum í netið en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Á 84. mínútu vann Tammy Abraham hornspyrnu sem Chelsea tók stutt. Jorginho gaf á Hudson-Odoi sem negldi boltanum fyrir markið þar sem Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, rak stóru tánna í boltann sem flaug framhjá Leno og þar með í netið. Staðan orðin 2-1 en 10 leikmenn Arsenal gáfust ekki upp. Hector Bellerin, landi Azpilicueta og fyrirliði Arsenal, vildi ekki vera minni maður en hann jafnaði metin með frábæru skoti aðeins þremur mínútum síðar. Hann kom inn af hægri vængnum, fór framhjá bæði Azpilicueta og Tammy Abraham, sem var á þessum tímapunkti draghaltur, fór yfir á vinstri fótinn og smurði knöttinn út við stöng. Laust var skotið en það var nægilega fast til að Kepa réði ekki við það. Chelsea reyndi að sækja stigin þrjú undir lokin en það dugði ekki til og 2-2 því niðurstaðan á Brúnni í kvöld. Chelsea er sem fyrr í 4. sætinu með 40 stig en Arsenal er í 10. sæti með 30 stig. No goalkeeper has conceded more goals from outside of the box in the Premier League this season than Kepa Arrizabalaga (6). Beaten from distance again. pic.twitter.com/l8f6wBXeR9— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni. 21. janúar 2020 21:30
Arsenal náði jafntefli gegn Chelsea á Brúnni í kvöld en liðin mættust í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var manni færri í 65 mínútur eftir að David Luiz fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Tammy Abraham innan vítateigs á 25. mínútu leiksins. Hector Bellerin, fyrirliði Arsenal, bjargaði stigi fyrir gestina með frábæru skoti undir lok leiks. Lokatölur 2-2. Góð byrjun ChelseaChelsea voru mun betri í upphafi leiks og eftir rúmar fimmtán mínútur leik fékk Tammy Abraham dauðafæri eftir vel útfærða hornspyrnu. Því miður fyrir Abraham og Chelsea þá var skallinn slakur og Bernd Leno varði vel í marki gestanna. Skömmu síðar átti Callum Hudson-Odoi skot-/fyrirgjöf sem small í þverslánni og staðan því enn markalaus. Á 25. mínútu kom vendipunktur leiksins. Shokdran Mustafi átti þá vægast sagt hörmulega sendingu til baka sem Abraham komst inn i og fór auðveldlega framhjá Leno í markinu áður en David Luiz braut einakr klaufalega á sóknarmanninum innan vítateigs. Stuart Atwell, dómari leiksins, sá sig tilneyddan til að reka Luiz út af og dæma vítaspyrnu, ákvörðun sem myndbandsdómgæslan staðfesti skömmu síðar. Jorginho, ítalski-brasilíumaðurinn í liði Chelsea, tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Staðan 1-0 og fyrri hálfleikur rétt hálfnaður. Mikael Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ákvað í kjölfarið að færa Granit Xhaka niður í miðvörðinn og fækka á miðjunni. Lendo kom Arsenal svo aftur til bjargar þegar hálftími var liðinn þegar Hudson-Odi átti gott skot en sá þýski varði vel í markinu.Ótrúleg jöfnunarmörk ArsenalÁ 63. mínútu jafnaði Arsenal metin eftir ótrúlegan sprett Gabriel Martinelli. Chelsea átti þá hornspyrnu sem Mustafi skallar frá, Martinelli fékk boltann rétt fyrir utan eigin vítateig og stakk hvern varnarmann Chelsea á fætur öðrum af. N'Golo Kante gerði sig líklegan til að stöðva Martinelli við miðlínuna en sá franski rann og Martinelli hélt hlaupinu áfram. Hann komst á endanum inn í vítateig Chelsea þar sem hann renndi knettinum örugglega framhjá Kepa í marki heimamanna og staðan orðin 1-1. Eftir þetta voru Arsenal menn töluvert sterkari aðilinn þó svo að þeir væru manni færri og á 71. mínútu kom Alexandre Lacazette knettinum í netið en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Á 84. mínútu vann Tammy Abraham hornspyrnu sem Chelsea tók stutt. Jorginho gaf á Hudson-Odoi sem negldi boltanum fyrir markið þar sem Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, rak stóru tánna í boltann sem flaug framhjá Leno og þar með í netið. Staðan orðin 2-1 en 10 leikmenn Arsenal gáfust ekki upp. Hector Bellerin, landi Azpilicueta og fyrirliði Arsenal, vildi ekki vera minni maður en hann jafnaði metin með frábæru skoti aðeins þremur mínútum síðar. Hann kom inn af hægri vængnum, fór framhjá bæði Azpilicueta og Tammy Abraham, sem var á þessum tímapunkti draghaltur, fór yfir á vinstri fótinn og smurði knöttinn út við stöng. Laust var skotið en það var nægilega fast til að Kepa réði ekki við það. Chelsea reyndi að sækja stigin þrjú undir lokin en það dugði ekki til og 2-2 því niðurstaðan á Brúnni í kvöld. Chelsea er sem fyrr í 4. sætinu með 40 stig en Arsenal er í 10. sæti með 30 stig. No goalkeeper has conceded more goals from outside of the box in the Premier League this season than Kepa Arrizabalaga (6). Beaten from distance again. pic.twitter.com/l8f6wBXeR9— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni. 21. janúar 2020 21:30
Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni. 21. janúar 2020 21:30