Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld þingsins yfir forsetanum hefjast á morgun. Vísir/Getty Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“ Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira