Japanar stofna einnig geimher Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2020 10:30 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. EPA/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður. Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður.
Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira