Ronaldo fór á mikið flug eftir að Messi fékk Gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 14:15 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu á móti Parma í gær. Getty/Marco Canoniero Cristiano Ronaldo var frekar rólegur framan af tímabili með Juventus en frammistaða hans í síðustu leikjum hefur verið hreinlega mögnuð. Það lítur út fyrir að verðlaunahátíð í byrjun desember hafi eitthvað með þetta að gera. Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í gær og tryggði liðinu ekki aðeins 2-1 sigur á Parma heldur einnig fjögurra stiga forskot á toppi Seríu A. Ronaldo hefur þar með skorað ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni. 11 goals in his last 7 league games. Ronaldo turns 35 in a few weeks pic.twitter.com/n94EAXO4EO— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Það er hægt að velta því fyrir sér hvað hafi kveikt svona í Portúgalanum fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan en það er eitt sem virðist blasa við. Cristiano Ronaldo fór nefnilega á þetta flug um leið og Lionel Messi fékk sjötta Gullboltann frá France Football og var þar með búinn að fá einum Gullbolta meira á ferlinum en Ronaldo. Lionel Messi fékk 686 stig í kjörinu eða meira en tvö hundruð stigum meira en Cristiano Ronaldo sem varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Virgil van Dijk. Eftir kjörið talaði Messi meira segja um það að Sadio Mané hefði mátt vera ofar í kjörinu en hann var fjórði á eftir Ronaldo. Kjörið var 2. desember og Cristiano Ronaldo ákvað að mæta ekki þegar hann frétti af því að hann myndi ekki vinna. Cristiano Ronaldo skoraði í leik sínum 1. desember en var þá væntanlega búinn að ákveða það að mæta ekki á verðlaunhátíðina. Áður en jólamánuðurinn gekk í garð þá var Ronaldo búinn að skora 6 mörk í 15 leikjum í deild og Meistaradeild. Ekkert skelfilegar tölur en ekkert í líkingu við það sem við eigum að venjast frá CR7. Frá 1. desember síðastliðnum hefur enginn ráðið við kappann. Með mörkunum í gær hefur hann skorað 12 mörk í síðustu átta leikjum í Seríu A og Meistaradeild. Hann er búinn að skora í öllum átta leikjunum, þrennu í einum leikjanna og tvennu í tveimur. Enn á ný lítur út fyrir að Cristiano Ronaldo sé að sanna sig enn á ný í samanburðinum við Lionel Messi. Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Cristiano Ronaldo var frekar rólegur framan af tímabili með Juventus en frammistaða hans í síðustu leikjum hefur verið hreinlega mögnuð. Það lítur út fyrir að verðlaunahátíð í byrjun desember hafi eitthvað með þetta að gera. Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í gær og tryggði liðinu ekki aðeins 2-1 sigur á Parma heldur einnig fjögurra stiga forskot á toppi Seríu A. Ronaldo hefur þar með skorað ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni. 11 goals in his last 7 league games. Ronaldo turns 35 in a few weeks pic.twitter.com/n94EAXO4EO— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Það er hægt að velta því fyrir sér hvað hafi kveikt svona í Portúgalanum fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan en það er eitt sem virðist blasa við. Cristiano Ronaldo fór nefnilega á þetta flug um leið og Lionel Messi fékk sjötta Gullboltann frá France Football og var þar með búinn að fá einum Gullbolta meira á ferlinum en Ronaldo. Lionel Messi fékk 686 stig í kjörinu eða meira en tvö hundruð stigum meira en Cristiano Ronaldo sem varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Virgil van Dijk. Eftir kjörið talaði Messi meira segja um það að Sadio Mané hefði mátt vera ofar í kjörinu en hann var fjórði á eftir Ronaldo. Kjörið var 2. desember og Cristiano Ronaldo ákvað að mæta ekki þegar hann frétti af því að hann myndi ekki vinna. Cristiano Ronaldo skoraði í leik sínum 1. desember en var þá væntanlega búinn að ákveða það að mæta ekki á verðlaunhátíðina. Áður en jólamánuðurinn gekk í garð þá var Ronaldo búinn að skora 6 mörk í 15 leikjum í deild og Meistaradeild. Ekkert skelfilegar tölur en ekkert í líkingu við það sem við eigum að venjast frá CR7. Frá 1. desember síðastliðnum hefur enginn ráðið við kappann. Með mörkunum í gær hefur hann skorað 12 mörk í síðustu átta leikjum í Seríu A og Meistaradeild. Hann er búinn að skora í öllum átta leikjunum, þrennu í einum leikjanna og tvennu í tveimur. Enn á ný lítur út fyrir að Cristiano Ronaldo sé að sanna sig enn á ný í samanburðinum við Lionel Messi.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira