Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin Sylvía Hall skrifar 1. febrúar 2020 09:00 Arnar Sveinn missti móður sína fyrir sautján árum síðan. Undanfarin ár hefur hann unnið úr sinni sorg og miðlað þeirri reynslu áfram. Vísir/Vilhelm Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. Það hafi því ekki verið fyrr en nokkrum árum seinna sem hann gerði sér grein fyrir því að hann þyrfti að horfast í augu við missinn. Arnar sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Arnar Sveinn Geirsson „Sagan byrjar mikið fyrr en akkúrat þegar ég missi mömmu, þó það sé kannski stærsta atvikið sem hefur komið fyrir í mínu lífi hingað til. Ástæðan fyrir því að það var jafn erfitt og það var er eitthvað sem kemur til mikið fyrr og það er hvernig samband mitt og mömmu var,“ segir Arnar en þau móðir hans voru mjög náin að hans sögn. „Við bjuggum mikið erlendis þegar ég var lítill. Ég fæddist á Spáni og við bjuggum þar í þrjú ár, við bjuggum í Frakklandi í tvö ár og svo vorum við á flakki á milli Íslands og Þýskalands í tvö ár og það gerði það að verkum að við vorum mikið meira saman heldur en kannski gengur og gerist í svona venjulegum mæðginasamböndum. Pabbi var handboltamaður og mamma heimavinnandi með mér, að sjá um litla prinsinn sinn og gerði það svo sannarlega.“ Bæði að missa foreldri og vin Arnar segir samband sitt við móður sína alla tíð hafa verið afar traust og náið. Þau hafi eytt miklum tíma saman og því hafi hann ekki aðeins litið á hana sem móður sína heldur einnig sinn nánasta vin. „Þess vegna var kannski áfallið þeim mun meira,“ segir Arnar. Móðir hans greindist með krabbamein fyrst árið 1993 þegar Arnar var tveggja ára gamall. Hann segist ekki muna eftir þeim tíma en veit þó að brjóstið var tekið og upp úr því hafi lífið gengið sinn vanagang. Þegar hún nálgaðist svo „fimm ára tímabilið“ hafi hún greinst aftur. Arnar segir samband sitt við móður sína hafa verið náið alla tíð. Þau hafi eytt miklum tíma saman þar sem hún var heimavinnandi á meðan faðir hans var í atvinnumennsku.Úr einkasafni „Þá er hún komin með meinvörp í lifur og á þeim tíma þá var það þannig séð dauðadómur. Henni var gefinn einhver tími, sem ég veit ekkert almennilega hver var, en veit að hún fór langt fram úr þeim tíma. Einhvern veginn voru hlutirnir farnir að líta mjög vel út.“ Hann segir ekkert hafa bent til þess að móðir hans væri að verða veikari. Hún hafi litið vel út, virkaði heilbrigð og í rauninni var útlit fyrir að eitthvað kraftaverk væri að eiga sér stað. Síðan tók meinið sig upp að nýju. „Þá tekur þetta mjög stuttan tíma frá því að það gerist þangað til að hún er síðan bara dáin.“ Erfiðast að vita í hvað stefndi Þó að dauðsfallið sjálft hafi verið vendipunktur í hans lífi segir hann dánardaginn ekki hafa verið þann erfiðasta. Það sem hafi verið erfiðast var þegar pabbi hans sagði honum að móðir hans kæmi ekki aftur heim af spítalanum. Þá fyrst hafi hann áttað sig á því hvað væri í vændum. „Í rauninni átta ég mig ekki á alvarleika málsins fyrr en daginn sem pabbi segir mér að mamma muni aldrei koma aftur heim. Þá er hún ekki dáin en staðan er orðin þannig að það er ekkert meira hægt að gera.“ Fram að þessu hafi hann ekki gert sér grein fyrir því hvernig staðan væri. Tíðarandinn hafi einfaldlega verið þannig að það ætti að halda börnum fyrir utan erfiðar aðstæður og reyna að halda öllu í réttu horfi fyrir þau. „Það átti ekki að blanda þeim í svona erfiðleika en við vitum betur í dag. Það er alls ekki það sem á að gera.“ Hann segist enn muna eftir deginum sem pabbi hans kom heim og tilkynnti honum það að mamma hans ætti ekki mikið eftir. Það hafi verið gott veður, hann nýkominn heim úr skólanum og enginn var heima. Stuttu síðar kom pabbi hans heim og sagði honum það að nú kæmi móðir hans sennilega ekki aftur heim og segir Arnar það líklega hafa verið til þess að fá hann til að fara upp á spítala. „Sá dagur er enn þá sá erfiðasti í mínu lífi. Mikið erfiðari en dagurinn sem hún deyr.“ Vann baráttuna með jákvæðu viðhorfi „Sem betur fer […] á ég enga minningu af mömmu sem sjúkling. Ég á bara minningar af henni sem ofboðslega hraustri, jákvæðri, ofboðslega glöð með fallegt bros. Áhrifin sem hún hafði á fólkið í kringum sig, orkan sem hún hafði,“ segir Arnar þegar hann lýsir móður sinni. Hann muni sjálfur eftir þessu en það sé í takt við það sem aðrir segi um hana. Fallegt bros, lífskraftur og jákvæðni einkenndi Guðrúnu Helgu að sögn þeirra sem þekktu hana.Úr einkasafni „Þeir muna enn þá eftir brosinu hennar. Þeir muna enn þá eftir lífskraftinum í henni. Hún ætlaði ekki að láta þetta sigra sig og ég er alveg á því að þetta hafi ekkert sigrað hana. Hún sigraði baráttuna þó hún hafi dáið. Hún sigraði það með viðhorfinu sínu gagnvart lífinu.“ Hann segir erfitt að hugsa til þess að vera í þeirri stöðu að þurfa að kveðja fjölskyldu sína. Hann finni í raun meira til með þeim sem upplifa það að kveðja fyrir aldur fram heldur en þeim sem eftir verða. „Þú ert allavega áfram hérna en manneskjan sem er að fara, það er svo margt eftir sem hún átti eftir að sjá. Hún átti eftir að sjá litla strákinn sinn verða að fullorðnum manni, hún átti eftir að sjá hann útskrifast og eignast konu og börn jafnvel, fjölskyldu og allt þetta.“ Vera sterkur eins og mamma Arnar segir tímann eftir andlátið vera þokukenndan. Hann muni óljóst eftir því þegar pabbi hans sagði honum að móðir hans væri dáin en í minningunni hafi áfallið ekki komið skýrt fram þá. „Daginn sem hún dó man ég að pabbi situr á rúmstokknum hjá mér þegar ég vakna. Hún deyr um nóttina og hann segir mér það. Í minningunni er það þannig að ég bregst ekkert við þeim fréttum. Ég er held ég kominn í lás þar strax og er svolítið búinn að ákveða hvaða leið ég ætla að fara í þessu,“ segir Arnar sem ætlaði að taka sér móður sína til fyrirmyndar. „Ég ætlaði bara að vera sterkur, ég ætlaði að vera jákvæður og ég ætlaði að vera glaður – alveg eins og mamma.“ Eftir andlátið fór hefðbundið ferli í gang. Sjálfur segist hann ekki muna mikið eftir þeim tíma en hann eigi þó eina skýra minningu úr jarðarförinni. „Það er troðfull Hallgrímskirkja af fólki, sem mér finnst ótrúlega góð minning. Þetta var ekki einhver þjóðþekkt manneskja. Þetta var bara fólk sem hún hafði snert á lífsleiðinni,“ segir Arnar, stoltur af þeirri manneskju sem móðir hans hafði að geyma. „Mig langar að jarðarförin mín verði þannig, að það sé fullt af fólki sem ég hef haft góð áhrif á.“ Leit vel út á yfirborðinu Hann segir ekkert hafa bent til þess að hann ætti erfitt með aðstæðurnar. Hann hafi staðið sig vel í skóla, gengið vel í íþróttum og verið hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Í raun hafi allt gengið mjög vel en í dag viti hann að það vantaði eitthvað upp á. „Ég er ekki að segja að þessi tími hafi endilega verið slæmur en hann var kannski ekki mjög ekta. Það var einhver flótti að eiga sér stað á sama tíma.“ Arnar segir að með því að hafa séð til þess að allt gengi vel hafi hann ekki upplifað aðstæður rétt á þeim tíma. Hann hafi forðast það slæma, sem gerði það að verkum að hann gat ekki notið þess góða. Litlir sigrar urðu einfaldlega hluti af þeirri vegferð sem hann var á og pössuðu inn í þá ímynd sem hann hafði málað upp af sjálfum sér. „Það átti bara allt að ganga vel og maður átti bara að vera jákvæður og sterkur og glaður sama hvað kom upp á. Maður mátti ekki láta neinn sjá á sér einhvern veikleika.“ Hann segir að þrátt fyrir að hafa ekki verið beint að tækla aðstæður rétt sé ekki þar með sagt að hann hafi farið ranga leið. Leiðin sem hann hafði kosið sér að var að mörgu leyti góð. „Það eru margar verri leiðir allavega til.“ Hann segir þó sorgina alltaf hafa kraumað undir yfirborðinu og hún hafi brotist út þegar eitthvað fór á annan veg en hann ætlaði. Stundum voru smávægilegir hlutir sem komu upp á og komið honum úr jafnvægi. Þá hafi sorgin brotist fram í reiði. „Ég nýtti alltaf tækifærið þegar það var eitthvað sem hafði enga merkingu fyrir einn né neinn. Til dæmis það að brauðristin sé biluð, það skiptir engu máli. Þessi [reiðiköst] enduðu samt eiginlega alltaf með því að ég var byrjaður að öskra hvað ég saknaði mömmu – en svo bara hætti ég.“ Arnar segist ekki sjá eftir þeirri leið sem hann kaus að fara fyrst um sinn. Hefði hann farið aðra leið er ekki víst að hann hafi komist þangað sem hann er í dag.Vísir/Vilhelm Draumurinn um fjölskyldu kallaði á breytingar Í byrjun árs 2018 hættu Arnar og þáverandi kærasta hans saman eftir þriggja ára samband. Í kjölfarið fór hún að gera upp sambandið frá sinni hlið, hvað hafi farið úrskeiðis og hvers vegna sambandið hafi ekki gengið upp. Þetta var annað sambandið sem leið undir lok eftir þriggja ára tímabil. Í bæði skiptin segist Arnar hafa verið sannfærður um að hafa átt engan þátt í því. Svo fór hann að sjá margt sameiginlegt í þeim báðum. „Hún fer síðan að segja mér sína hlið og þá get ég alveg talað um að ég hafi fengið flashback. Því ég hafði fengið að heyra þetta allt áður frá kærustunni þar á undan. Eiginlega nákvæmlega sömu hluti. Ég var fjarlægur, hætti að gera hlutina sem hún dýrkaði við mig og ég eiginlega varð frekar leiðinlegur. Ég varð kaldur.“ Hann segist þá hafa þurft að horfa í eigin barm og skoða þann möguleika að það gæti verið hann sem væri að gera eitthvað rangt. Það gæti ekki verið tilviljun að bæði sambönd hefðu endað á svo svipaðan hátt. „Ég var kannski ekki alveg jafn fullkominn og ég hélt,“ segir Arnar og hlær. Í kjölfarið átti hann svolítið erfitt uppdráttar og það fór að skína í gegn. Yfirmaður hans fór að verða var við breytingar í hegðun hans, hann var farinn að mæta seint og fleira í þeim dúr. Hann hafi því boðið Arnari að hitta konuna sína sem var sálfræðingur. „Ég hafði alveg farið til sálfræðinga áður og einhvern veginn fíflaði þá upp úr skónum og „tjekkaði“ í það box og hélt áfram,“ segir Arnar en tekur fram að þarna hafi eitthvað verið öðruvísi. „Ég spurði mig alveg spurninguna: Langar þig ekki að eignast konu? Fjölskyldu? Þegar ég skoðaði rökin þá var það ekki að fara að gerast ef ég myndi halda áfram að gera það sem ég var að gera. Það var eiginlega það sem fékk mig til þess að fara í þetta með opnum hug.“ Hann segir að strax í fyrsta tíma hafi hjólin byrjað að snúast. Tíminn hafi verið eins og bíómynd og augu hans opnast fyrir mörgu sem hann hafði ekki tekið eftir áður. „Allt í einu sá ég síðustu fimmtán ár, hvernig þau höfðu verið og hvað ég í rauninni var búinn að gera,“ segir hann en bætir þó við að það hafi alls ekki endilega verið neikvætt. „Með því er ég ekki að meina að ég hafi endilega verið að gera eitthvað rangt – ég trúi því alveg 100% að það sem ég gerði, það var eitthvað sem ég þurfti að gera og ég þurfti að fara þessa leið og hún kom mér á þann stað sem ég var þá. Ég er ekkert viss um að einhver önnur leið hefði komið mér á betri stað.“ Skrifar sig frá hindrunum Arnar hefur talað opinskátt um sorgina undanfarin ár og hafa pistlar hans vakið mikla athygli. Til að mynda átti hans vinsælasta pistilinn á Vísi á síðasta ári og eru þeir nú ellefu talsins þar sem hann skrifar um sorgina, lífið og dauðann.Sjá einnig: Til hamingju með afmælið, mamma Hann segir pistlaskrifin ekki hafa verið neina ákvörðun. Hann hafi alla tíð skrifað hugsanir sínar niður og eftir að hann byrjaði hjá sálfræðingnum sínum fór hann að skrifa um þær hindranir sem urðu á vegi hans í sorgarferlinu. Í kjölfarið hafi hann sýnt henni skrifin og hún beðið um leyfi til þess að nota þau nafnlaust með öðrum skjólstæðingum. „Þá fór ég að hugsa að ef hún sem sálfræðingur telur að þetta geti hjálpað einhverjum öðrum, á þetta þá mögulega við um fleiri? Við eigum það spjall sem endar með því að hún styður mig í því en segir mér auðvitað að passa mig. Passa vel upp á mig fyrst og fremst, að þetta megi ekki fara að snúast um einhvern annan eða snúast um það að þú sért að þóknast einhverjum öðrum. Að ég sé að gera þetta fyrir mig.“ Í kjölfarið talaði hann við félaga sinn sem starfar sem blaðamaður á Vísi og spyr hann hvort þetta sé efni í pistil á vefnum. Eftir jákvæð viðbrögð ákvað hann að birta pistilinn, sem fékk vægast sagt jákvæð viðbrögð. „Þá áttar maður sig allt í einu á því af alvöru að maður sé í fyrsta lagi ekki einn og hvað vantar mikið úrræði fyrir fullt af fólki sem er að díla við allskonar. Sem er að díla við lífið.“ Hann segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu mikil viðbrögð pistillinn fékk. Það hafi þó líka verið erfitt þar sem hann væri nú búinn að stíga fram með einlæga frásögn og því væri ekki aftur snúið. „Ég gat ekkert farið til baka núna í gamla farið, sem var gott, en það var mikil pressa. Það var pínu stressandi. Fljótlega var þetta samt bara orðið þannig að mér fannst þetta ótrúlega gott,“ segir Arnar. Hann segir pistlana alltaf koma frá hjartanu og hann ákveði aldrei fyrir fram hvað hann ætli að skrifa um. „Þetta er bara eitthvað sem kemur. Þetta eru bara aðstæður sem ég lendi í í mínu lífi þar sem ég lendi á einhverjum vegg, ég skrifa um hann og þetta bara kemur. Ég skrifa þessa pistla á hálftíma eða klukkutíma.“ Árið 2018 áttaði Arnar sig á því að hann gæti þurft að gera upp móðurmissinn og líta inn á við.Vísir/Vilhelm Margt sem má betur fara í klefanum Hafandi spilað íþróttir alla ævi þekkir Arnar hina svokölluðu „klefastemningu“ vel. Margir hafa þá hugmynd að mikil áhersla sé lögð á hefðbundna karlmennsku, sem Arnar segir að mörgu leyti vera rétt, en á sama tíma sé margt jákvætt þar að finna. Hann segir það þó ekki hafa verið eitthvað sem hann setti fyrir sig þegar hann birti sinn fyrsta pistil. „Ég pældi ekki í því fyrr en það sagði það einhver við mig. Annars var ég ekki búinn að pæla neitt í því. Ég fékk bara jákvæð viðbrögð, viðbrögðin voru samt ekkert mjög mikil. Maður kom inn í klefa og fékk kannski frá einum að þetta væri geggjuð grein en aðallega fékk maður bara skilaboð. Annars var þetta mjög lítið rætt.“ Hann segir margt mega betur fara í því umhverfi sem ungir karlmenn í íþróttum þrífast í en á sama tíma sé margt jákvætt þar að finna. „Það er líka nauðsynlegt að geta sett veggina upp og einbeitt sér að verkefninu sem er í gangi. Það er mjög mikilvægur eiginleiki sem við megum alls ekkert glata. Þetta má ekki vera þannig að veggurinn er alltaf niðri og við séum alltaf berskjölduð. Það að geta varið sig er ótrúlega mikilvægt líka,“ segir Arnar en bendir á að það sé ekki alltaf hægt að gera þá kröfu að allt gangi alltaf vel. „Það þarf að vera smá rými fyrir það að maður finni aðeins til. Að það sé ekki alltaf þannig að þú þurfir að koma á æfingu og vera betri en þú varst í gær því stundum var dagurinn þinn bara lélegur. Það er ekkert endilega að þú hafir misst foreldri þitt, það getur verið bara hvað sem er. Það eru allir að díla við allskonar. Það eru allir að díla við lífið sem er oftar en ekki drullupirrandi.“ Allir eru að gera sitt besta Arnar segist í dag vilja læra að elska það sem kom fyrir. Það sé skrítið að segja það en á sama tíma sé móðurmissirinn svo stór hluti af lífi hans að það sé ekkert annað í boði en að taka það jákvæða úr því sem mögulegt er. „Það er svo skrítið að tala um að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir mig af því þetta er það versta sem hefur komið fyrir mig. En á sama tíma, úr því að þetta gerðist, að þá mögulega er þetta það sem gerði mig að þeim sem ég er í dag.“ Hann segir mikilvægt að muna að í svona aðstæðum eru allir að gera sitt besta. Allir reyni að vinna úr áföllum eftir bestu getu þó þeir viti ekki alltaf hvað sé rétt í slíkum aðstæðum. „Það eru allir að reyna að díla við þetta á þann hátt sem þeir best kunna og þannig var það hjá mér. Pabbi gerði allt sem hann mögulega gat og hann vildi allt það besta fyrir litla strákinn sinn. Alveg það sama með systkini mömmu og ömmu og afa,“ segir Arnar og bætir við að það sé ekki sanngjarnt að ætla að gagnrýna það eftir á. „Gerði þetta fólk allt rétt? Nei, en það er ótrúlega auðvelt að sjá það í dag. Það er auðvelt að kíkja til baka og hugsa að þetta hefði átt að vera svona eða hinsegin.“ Sjálfur hefði hann viljað vita að allir væru með honum í liði. Allir vildu að honum liði vel og að honum gengi sem best í sorgarúrvinnslunni eftir að móðir hans dó. „Ef einhver hefði getað plantað því hjá mér að allir hafi verið að gera sitt besta, að það vilja allir að þér líði vel, þá held ég mögulega að ég hefði komist fyrr á þann stað að geta opnað og leyft þessu að koma.“ Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. Það hafi því ekki verið fyrr en nokkrum árum seinna sem hann gerði sér grein fyrir því að hann þyrfti að horfast í augu við missinn. Arnar sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Arnar Sveinn Geirsson „Sagan byrjar mikið fyrr en akkúrat þegar ég missi mömmu, þó það sé kannski stærsta atvikið sem hefur komið fyrir í mínu lífi hingað til. Ástæðan fyrir því að það var jafn erfitt og það var er eitthvað sem kemur til mikið fyrr og það er hvernig samband mitt og mömmu var,“ segir Arnar en þau móðir hans voru mjög náin að hans sögn. „Við bjuggum mikið erlendis þegar ég var lítill. Ég fæddist á Spáni og við bjuggum þar í þrjú ár, við bjuggum í Frakklandi í tvö ár og svo vorum við á flakki á milli Íslands og Þýskalands í tvö ár og það gerði það að verkum að við vorum mikið meira saman heldur en kannski gengur og gerist í svona venjulegum mæðginasamböndum. Pabbi var handboltamaður og mamma heimavinnandi með mér, að sjá um litla prinsinn sinn og gerði það svo sannarlega.“ Bæði að missa foreldri og vin Arnar segir samband sitt við móður sína alla tíð hafa verið afar traust og náið. Þau hafi eytt miklum tíma saman og því hafi hann ekki aðeins litið á hana sem móður sína heldur einnig sinn nánasta vin. „Þess vegna var kannski áfallið þeim mun meira,“ segir Arnar. Móðir hans greindist með krabbamein fyrst árið 1993 þegar Arnar var tveggja ára gamall. Hann segist ekki muna eftir þeim tíma en veit þó að brjóstið var tekið og upp úr því hafi lífið gengið sinn vanagang. Þegar hún nálgaðist svo „fimm ára tímabilið“ hafi hún greinst aftur. Arnar segir samband sitt við móður sína hafa verið náið alla tíð. Þau hafi eytt miklum tíma saman þar sem hún var heimavinnandi á meðan faðir hans var í atvinnumennsku.Úr einkasafni „Þá er hún komin með meinvörp í lifur og á þeim tíma þá var það þannig séð dauðadómur. Henni var gefinn einhver tími, sem ég veit ekkert almennilega hver var, en veit að hún fór langt fram úr þeim tíma. Einhvern veginn voru hlutirnir farnir að líta mjög vel út.“ Hann segir ekkert hafa bent til þess að móðir hans væri að verða veikari. Hún hafi litið vel út, virkaði heilbrigð og í rauninni var útlit fyrir að eitthvað kraftaverk væri að eiga sér stað. Síðan tók meinið sig upp að nýju. „Þá tekur þetta mjög stuttan tíma frá því að það gerist þangað til að hún er síðan bara dáin.“ Erfiðast að vita í hvað stefndi Þó að dauðsfallið sjálft hafi verið vendipunktur í hans lífi segir hann dánardaginn ekki hafa verið þann erfiðasta. Það sem hafi verið erfiðast var þegar pabbi hans sagði honum að móðir hans kæmi ekki aftur heim af spítalanum. Þá fyrst hafi hann áttað sig á því hvað væri í vændum. „Í rauninni átta ég mig ekki á alvarleika málsins fyrr en daginn sem pabbi segir mér að mamma muni aldrei koma aftur heim. Þá er hún ekki dáin en staðan er orðin þannig að það er ekkert meira hægt að gera.“ Fram að þessu hafi hann ekki gert sér grein fyrir því hvernig staðan væri. Tíðarandinn hafi einfaldlega verið þannig að það ætti að halda börnum fyrir utan erfiðar aðstæður og reyna að halda öllu í réttu horfi fyrir þau. „Það átti ekki að blanda þeim í svona erfiðleika en við vitum betur í dag. Það er alls ekki það sem á að gera.“ Hann segist enn muna eftir deginum sem pabbi hans kom heim og tilkynnti honum það að mamma hans ætti ekki mikið eftir. Það hafi verið gott veður, hann nýkominn heim úr skólanum og enginn var heima. Stuttu síðar kom pabbi hans heim og sagði honum það að nú kæmi móðir hans sennilega ekki aftur heim og segir Arnar það líklega hafa verið til þess að fá hann til að fara upp á spítala. „Sá dagur er enn þá sá erfiðasti í mínu lífi. Mikið erfiðari en dagurinn sem hún deyr.“ Vann baráttuna með jákvæðu viðhorfi „Sem betur fer […] á ég enga minningu af mömmu sem sjúkling. Ég á bara minningar af henni sem ofboðslega hraustri, jákvæðri, ofboðslega glöð með fallegt bros. Áhrifin sem hún hafði á fólkið í kringum sig, orkan sem hún hafði,“ segir Arnar þegar hann lýsir móður sinni. Hann muni sjálfur eftir þessu en það sé í takt við það sem aðrir segi um hana. Fallegt bros, lífskraftur og jákvæðni einkenndi Guðrúnu Helgu að sögn þeirra sem þekktu hana.Úr einkasafni „Þeir muna enn þá eftir brosinu hennar. Þeir muna enn þá eftir lífskraftinum í henni. Hún ætlaði ekki að láta þetta sigra sig og ég er alveg á því að þetta hafi ekkert sigrað hana. Hún sigraði baráttuna þó hún hafi dáið. Hún sigraði það með viðhorfinu sínu gagnvart lífinu.“ Hann segir erfitt að hugsa til þess að vera í þeirri stöðu að þurfa að kveðja fjölskyldu sína. Hann finni í raun meira til með þeim sem upplifa það að kveðja fyrir aldur fram heldur en þeim sem eftir verða. „Þú ert allavega áfram hérna en manneskjan sem er að fara, það er svo margt eftir sem hún átti eftir að sjá. Hún átti eftir að sjá litla strákinn sinn verða að fullorðnum manni, hún átti eftir að sjá hann útskrifast og eignast konu og börn jafnvel, fjölskyldu og allt þetta.“ Vera sterkur eins og mamma Arnar segir tímann eftir andlátið vera þokukenndan. Hann muni óljóst eftir því þegar pabbi hans sagði honum að móðir hans væri dáin en í minningunni hafi áfallið ekki komið skýrt fram þá. „Daginn sem hún dó man ég að pabbi situr á rúmstokknum hjá mér þegar ég vakna. Hún deyr um nóttina og hann segir mér það. Í minningunni er það þannig að ég bregst ekkert við þeim fréttum. Ég er held ég kominn í lás þar strax og er svolítið búinn að ákveða hvaða leið ég ætla að fara í þessu,“ segir Arnar sem ætlaði að taka sér móður sína til fyrirmyndar. „Ég ætlaði bara að vera sterkur, ég ætlaði að vera jákvæður og ég ætlaði að vera glaður – alveg eins og mamma.“ Eftir andlátið fór hefðbundið ferli í gang. Sjálfur segist hann ekki muna mikið eftir þeim tíma en hann eigi þó eina skýra minningu úr jarðarförinni. „Það er troðfull Hallgrímskirkja af fólki, sem mér finnst ótrúlega góð minning. Þetta var ekki einhver þjóðþekkt manneskja. Þetta var bara fólk sem hún hafði snert á lífsleiðinni,“ segir Arnar, stoltur af þeirri manneskju sem móðir hans hafði að geyma. „Mig langar að jarðarförin mín verði þannig, að það sé fullt af fólki sem ég hef haft góð áhrif á.“ Leit vel út á yfirborðinu Hann segir ekkert hafa bent til þess að hann ætti erfitt með aðstæðurnar. Hann hafi staðið sig vel í skóla, gengið vel í íþróttum og verið hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Í raun hafi allt gengið mjög vel en í dag viti hann að það vantaði eitthvað upp á. „Ég er ekki að segja að þessi tími hafi endilega verið slæmur en hann var kannski ekki mjög ekta. Það var einhver flótti að eiga sér stað á sama tíma.“ Arnar segir að með því að hafa séð til þess að allt gengi vel hafi hann ekki upplifað aðstæður rétt á þeim tíma. Hann hafi forðast það slæma, sem gerði það að verkum að hann gat ekki notið þess góða. Litlir sigrar urðu einfaldlega hluti af þeirri vegferð sem hann var á og pössuðu inn í þá ímynd sem hann hafði málað upp af sjálfum sér. „Það átti bara allt að ganga vel og maður átti bara að vera jákvæður og sterkur og glaður sama hvað kom upp á. Maður mátti ekki láta neinn sjá á sér einhvern veikleika.“ Hann segir að þrátt fyrir að hafa ekki verið beint að tækla aðstæður rétt sé ekki þar með sagt að hann hafi farið ranga leið. Leiðin sem hann hafði kosið sér að var að mörgu leyti góð. „Það eru margar verri leiðir allavega til.“ Hann segir þó sorgina alltaf hafa kraumað undir yfirborðinu og hún hafi brotist út þegar eitthvað fór á annan veg en hann ætlaði. Stundum voru smávægilegir hlutir sem komu upp á og komið honum úr jafnvægi. Þá hafi sorgin brotist fram í reiði. „Ég nýtti alltaf tækifærið þegar það var eitthvað sem hafði enga merkingu fyrir einn né neinn. Til dæmis það að brauðristin sé biluð, það skiptir engu máli. Þessi [reiðiköst] enduðu samt eiginlega alltaf með því að ég var byrjaður að öskra hvað ég saknaði mömmu – en svo bara hætti ég.“ Arnar segist ekki sjá eftir þeirri leið sem hann kaus að fara fyrst um sinn. Hefði hann farið aðra leið er ekki víst að hann hafi komist þangað sem hann er í dag.Vísir/Vilhelm Draumurinn um fjölskyldu kallaði á breytingar Í byrjun árs 2018 hættu Arnar og þáverandi kærasta hans saman eftir þriggja ára samband. Í kjölfarið fór hún að gera upp sambandið frá sinni hlið, hvað hafi farið úrskeiðis og hvers vegna sambandið hafi ekki gengið upp. Þetta var annað sambandið sem leið undir lok eftir þriggja ára tímabil. Í bæði skiptin segist Arnar hafa verið sannfærður um að hafa átt engan þátt í því. Svo fór hann að sjá margt sameiginlegt í þeim báðum. „Hún fer síðan að segja mér sína hlið og þá get ég alveg talað um að ég hafi fengið flashback. Því ég hafði fengið að heyra þetta allt áður frá kærustunni þar á undan. Eiginlega nákvæmlega sömu hluti. Ég var fjarlægur, hætti að gera hlutina sem hún dýrkaði við mig og ég eiginlega varð frekar leiðinlegur. Ég varð kaldur.“ Hann segist þá hafa þurft að horfa í eigin barm og skoða þann möguleika að það gæti verið hann sem væri að gera eitthvað rangt. Það gæti ekki verið tilviljun að bæði sambönd hefðu endað á svo svipaðan hátt. „Ég var kannski ekki alveg jafn fullkominn og ég hélt,“ segir Arnar og hlær. Í kjölfarið átti hann svolítið erfitt uppdráttar og það fór að skína í gegn. Yfirmaður hans fór að verða var við breytingar í hegðun hans, hann var farinn að mæta seint og fleira í þeim dúr. Hann hafi því boðið Arnari að hitta konuna sína sem var sálfræðingur. „Ég hafði alveg farið til sálfræðinga áður og einhvern veginn fíflaði þá upp úr skónum og „tjekkaði“ í það box og hélt áfram,“ segir Arnar en tekur fram að þarna hafi eitthvað verið öðruvísi. „Ég spurði mig alveg spurninguna: Langar þig ekki að eignast konu? Fjölskyldu? Þegar ég skoðaði rökin þá var það ekki að fara að gerast ef ég myndi halda áfram að gera það sem ég var að gera. Það var eiginlega það sem fékk mig til þess að fara í þetta með opnum hug.“ Hann segir að strax í fyrsta tíma hafi hjólin byrjað að snúast. Tíminn hafi verið eins og bíómynd og augu hans opnast fyrir mörgu sem hann hafði ekki tekið eftir áður. „Allt í einu sá ég síðustu fimmtán ár, hvernig þau höfðu verið og hvað ég í rauninni var búinn að gera,“ segir hann en bætir þó við að það hafi alls ekki endilega verið neikvætt. „Með því er ég ekki að meina að ég hafi endilega verið að gera eitthvað rangt – ég trúi því alveg 100% að það sem ég gerði, það var eitthvað sem ég þurfti að gera og ég þurfti að fara þessa leið og hún kom mér á þann stað sem ég var þá. Ég er ekkert viss um að einhver önnur leið hefði komið mér á betri stað.“ Skrifar sig frá hindrunum Arnar hefur talað opinskátt um sorgina undanfarin ár og hafa pistlar hans vakið mikla athygli. Til að mynda átti hans vinsælasta pistilinn á Vísi á síðasta ári og eru þeir nú ellefu talsins þar sem hann skrifar um sorgina, lífið og dauðann.Sjá einnig: Til hamingju með afmælið, mamma Hann segir pistlaskrifin ekki hafa verið neina ákvörðun. Hann hafi alla tíð skrifað hugsanir sínar niður og eftir að hann byrjaði hjá sálfræðingnum sínum fór hann að skrifa um þær hindranir sem urðu á vegi hans í sorgarferlinu. Í kjölfarið hafi hann sýnt henni skrifin og hún beðið um leyfi til þess að nota þau nafnlaust með öðrum skjólstæðingum. „Þá fór ég að hugsa að ef hún sem sálfræðingur telur að þetta geti hjálpað einhverjum öðrum, á þetta þá mögulega við um fleiri? Við eigum það spjall sem endar með því að hún styður mig í því en segir mér auðvitað að passa mig. Passa vel upp á mig fyrst og fremst, að þetta megi ekki fara að snúast um einhvern annan eða snúast um það að þú sért að þóknast einhverjum öðrum. Að ég sé að gera þetta fyrir mig.“ Í kjölfarið talaði hann við félaga sinn sem starfar sem blaðamaður á Vísi og spyr hann hvort þetta sé efni í pistil á vefnum. Eftir jákvæð viðbrögð ákvað hann að birta pistilinn, sem fékk vægast sagt jákvæð viðbrögð. „Þá áttar maður sig allt í einu á því af alvöru að maður sé í fyrsta lagi ekki einn og hvað vantar mikið úrræði fyrir fullt af fólki sem er að díla við allskonar. Sem er að díla við lífið.“ Hann segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu mikil viðbrögð pistillinn fékk. Það hafi þó líka verið erfitt þar sem hann væri nú búinn að stíga fram með einlæga frásögn og því væri ekki aftur snúið. „Ég gat ekkert farið til baka núna í gamla farið, sem var gott, en það var mikil pressa. Það var pínu stressandi. Fljótlega var þetta samt bara orðið þannig að mér fannst þetta ótrúlega gott,“ segir Arnar. Hann segir pistlana alltaf koma frá hjartanu og hann ákveði aldrei fyrir fram hvað hann ætli að skrifa um. „Þetta er bara eitthvað sem kemur. Þetta eru bara aðstæður sem ég lendi í í mínu lífi þar sem ég lendi á einhverjum vegg, ég skrifa um hann og þetta bara kemur. Ég skrifa þessa pistla á hálftíma eða klukkutíma.“ Árið 2018 áttaði Arnar sig á því að hann gæti þurft að gera upp móðurmissinn og líta inn á við.Vísir/Vilhelm Margt sem má betur fara í klefanum Hafandi spilað íþróttir alla ævi þekkir Arnar hina svokölluðu „klefastemningu“ vel. Margir hafa þá hugmynd að mikil áhersla sé lögð á hefðbundna karlmennsku, sem Arnar segir að mörgu leyti vera rétt, en á sama tíma sé margt jákvætt þar að finna. Hann segir það þó ekki hafa verið eitthvað sem hann setti fyrir sig þegar hann birti sinn fyrsta pistil. „Ég pældi ekki í því fyrr en það sagði það einhver við mig. Annars var ég ekki búinn að pæla neitt í því. Ég fékk bara jákvæð viðbrögð, viðbrögðin voru samt ekkert mjög mikil. Maður kom inn í klefa og fékk kannski frá einum að þetta væri geggjuð grein en aðallega fékk maður bara skilaboð. Annars var þetta mjög lítið rætt.“ Hann segir margt mega betur fara í því umhverfi sem ungir karlmenn í íþróttum þrífast í en á sama tíma sé margt jákvætt þar að finna. „Það er líka nauðsynlegt að geta sett veggina upp og einbeitt sér að verkefninu sem er í gangi. Það er mjög mikilvægur eiginleiki sem við megum alls ekkert glata. Þetta má ekki vera þannig að veggurinn er alltaf niðri og við séum alltaf berskjölduð. Það að geta varið sig er ótrúlega mikilvægt líka,“ segir Arnar en bendir á að það sé ekki alltaf hægt að gera þá kröfu að allt gangi alltaf vel. „Það þarf að vera smá rými fyrir það að maður finni aðeins til. Að það sé ekki alltaf þannig að þú þurfir að koma á æfingu og vera betri en þú varst í gær því stundum var dagurinn þinn bara lélegur. Það er ekkert endilega að þú hafir misst foreldri þitt, það getur verið bara hvað sem er. Það eru allir að díla við allskonar. Það eru allir að díla við lífið sem er oftar en ekki drullupirrandi.“ Allir eru að gera sitt besta Arnar segist í dag vilja læra að elska það sem kom fyrir. Það sé skrítið að segja það en á sama tíma sé móðurmissirinn svo stór hluti af lífi hans að það sé ekkert annað í boði en að taka það jákvæða úr því sem mögulegt er. „Það er svo skrítið að tala um að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir mig af því þetta er það versta sem hefur komið fyrir mig. En á sama tíma, úr því að þetta gerðist, að þá mögulega er þetta það sem gerði mig að þeim sem ég er í dag.“ Hann segir mikilvægt að muna að í svona aðstæðum eru allir að gera sitt besta. Allir reyni að vinna úr áföllum eftir bestu getu þó þeir viti ekki alltaf hvað sé rétt í slíkum aðstæðum. „Það eru allir að reyna að díla við þetta á þann hátt sem þeir best kunna og þannig var það hjá mér. Pabbi gerði allt sem hann mögulega gat og hann vildi allt það besta fyrir litla strákinn sinn. Alveg það sama með systkini mömmu og ömmu og afa,“ segir Arnar og bætir við að það sé ekki sanngjarnt að ætla að gagnrýna það eftir á. „Gerði þetta fólk allt rétt? Nei, en það er ótrúlega auðvelt að sjá það í dag. Það er auðvelt að kíkja til baka og hugsa að þetta hefði átt að vera svona eða hinsegin.“ Sjálfur hefði hann viljað vita að allir væru með honum í liði. Allir vildu að honum liði vel og að honum gengi sem best í sorgarúrvinnslunni eftir að móðir hans dó. „Ef einhver hefði getað plantað því hjá mér að allir hafi verið að gera sitt besta, að það vilja allir að þér líði vel, þá held ég mögulega að ég hefði komist fyrr á þann stað að geta opnað og leyft þessu að koma.“
Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30
Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00
Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00