Erlent

Neyðar­á­standi lýst yfir í áströlsku höfuð­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Stærsti eldurinn, í suðurhluta héraðsins er heilir 18.500 hektarar að stærð.
Stærsti eldurinn, í suðurhluta héraðsins er heilir 18.500 hektarar að stærð. epa

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í áströlsku höfuðborginni Canberra og nágrenni vegna gróðurelda sem geysa í nágrenni borgarinnar.

Hættan af eldunum sem nú brenna er sú mesta sem verið hefur á svæðinu í tæpa tvo áratugi.

Stærsti eldurinn, í suðurhluta héraðsins er heilir 18.500 hektarar að stærð og hafa íbúar í úthverfum höfuðborgarinnar verið hvattir til að vera á varðbergi og viðbúnir því að yfirgefa hús sín með litlum fyrirvara.

Árið 2003 brann eldur á svæðinu sem varð fjórum að bana og slasaði um fimm hundruð auk þess sem 470 heimili brunnu til grunna.

Hitinn á svæðinu er um fjörutíu gráður og auk þess er vindasamt en það eru kjöraðstæður fyrir gróðureldana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×