Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:30 Simone Biles er ein af fórnarlömbum Larry Nassar en það eru alls um tvö hundruð fimleikakonur. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Bandaríska fimleikasambandið er skaðabótaskylt í málunum en það lýsti sig gjaldþrota í desember 2018. 215 milljónir dala eru 26,6 milljarðar íslenskra króna. Upphæðin sem um ræðir kemur til vegna þess að það heildarupphæðin sem bandaríska fimleikasambandið getur fengið út úr tryggingum sínum. Meðal fórnarlamba Nassar eru Ólympíumeistararnir Simone Biles og Aly Raisman. Með þessum greiðslum vonast forráðamenn bandaríska fimleikasambandsins til að enda margra ára baráttu fyrir dómstólum vegna brota læknisins. Larry Nassar hefur verið dæmdur fyrir brot sín sem stóðu í mjög langan tíma í skjóli bandaríska fimleikasambandsins. Nassar verður í fangelsi næstu áratugina en fórnarlömb hans voru yfir tvö hundruð talsins. Li Li Leung, forseti bandaríska fimleikasambandsins, segist þó vonast til þess að viðræðurnar haldi áfram og að meiri peningur standi til boða. Hún settist í forsetastólinn sjö mánuðum eftir að sambandið lýsti sig gjaldþrota. Brotaþolar munu kjósa um það hvort þeir vilji taka þessum bótum og það þarf yfir helmingur að samþykkja þessa upphæð svo af þeim verði. Það er líka talið að bandaríska Ólympíunefndin sé einnig skaðabótaskyld en fyrrnefnd upphæð hefur ekkert með það að gera. Fimleikar Ólympíuleikar Mál Larry Nassar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Bandaríska fimleikasambandið er skaðabótaskylt í málunum en það lýsti sig gjaldþrota í desember 2018. 215 milljónir dala eru 26,6 milljarðar íslenskra króna. Upphæðin sem um ræðir kemur til vegna þess að það heildarupphæðin sem bandaríska fimleikasambandið getur fengið út úr tryggingum sínum. Meðal fórnarlamba Nassar eru Ólympíumeistararnir Simone Biles og Aly Raisman. Með þessum greiðslum vonast forráðamenn bandaríska fimleikasambandsins til að enda margra ára baráttu fyrir dómstólum vegna brota læknisins. Larry Nassar hefur verið dæmdur fyrir brot sín sem stóðu í mjög langan tíma í skjóli bandaríska fimleikasambandsins. Nassar verður í fangelsi næstu áratugina en fórnarlömb hans voru yfir tvö hundruð talsins. Li Li Leung, forseti bandaríska fimleikasambandsins, segist þó vonast til þess að viðræðurnar haldi áfram og að meiri peningur standi til boða. Hún settist í forsetastólinn sjö mánuðum eftir að sambandið lýsti sig gjaldþrota. Brotaþolar munu kjósa um það hvort þeir vilji taka þessum bótum og það þarf yfir helmingur að samþykkja þessa upphæð svo af þeim verði. Það er líka talið að bandaríska Ólympíunefndin sé einnig skaðabótaskyld en fyrrnefnd upphæð hefur ekkert með það að gera.
Fimleikar Ólympíuleikar Mál Larry Nassar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira