Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Bruno Fernandes skrifar undir samning sinn við Manchester United sem er til 2025. Mynd/Twitter/@ManUtd Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira