Send í leyfi eftir að hafa sett þeldökk börn í hlutverk þræla í skólaleikriti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 16:05 Frá Hamden í Connecticut. Google Maps Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden. Bandaríkin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden.
Bandaríkin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira