Sóttvarnamiðstöð vegna Wuhan-veirunnar hérlendis yrði algjört neyðarúrræði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Talið er að stór hluti þeirra sem myndu þurfa að dvelja í mögulegri sóttvarnamiðstöð yrðu erlendir ferðamenn. Vísir/Hanna Rauði krossinn og heilbrigðisyfirvöld leita nú að húsnæði sem hægt yrði að nýta sem sóttvarnamiðstöð hérlendis, verði talin þörf á slíkri stöð vegna Wuhan-veirunnar. Sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu slíkrar stöðvar. Fulltrúi Rauða krossins ítrekar að slík stöð yrði algjört neyðarúrræði. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að leitin beinist að húsnæði sem gæti nýst ef til þess kæmi að fólk þyrfti að fara í einangrun eða sóttkví. „Það er bara verið að skoða ýmsa möguleika. Það er ekkert fast í hendi með það hvað myndi henta best og staðsetningin á því. Svo þarf auðvitað að vera þjónusta í kring um það líka, við það fólk sem þar er.“ Þórólfur nefndi þó enga ákveðna staðsetningu og segir að almenn leit standi yfir. „Það er bara verið að skoða ýmsa kosti. Þetta kemur bara í ljós þegar menn eru búnir að komast að niðurstöðu.“ Hann segir heilbrigðisyfirvöld vinni nú eins hratt og kostur er á við að festa hendur á hentugt húsnæði. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu mögulegrar stöðvar.Vísir/baldur Algjört neyðarúrræði Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að komi til þess að sóttvaramiðstöð yrði sett upp, yrði slíkt algjört neyðarúrræði. Engin þörf sé á slíkri stöð hérlendis, eins og staðan er í dag. „Þetta er allt á fyrstu stigum. Ég veit að það hefur verið rætt að þetta yrði nálægt flugvellinum,“ segir Brynhildur í samtali við fréttastofu, og á þar við Keflavíkurflugvöll. Hún segir að líkur megi leiða að því að þeir sem gætu þurft að nýta sér sóttvarnamiðstöð væru erlendir ferðamenn og því væri heppilegt að hafa stöðina nálægt eina alþjóðaflugvelli landsins. „Þetta húsnæði sem verið er að skoða. Þetta er algjört neyðarúrræði. Við viljum ekki skelfa fólk, en við viljum vera tilbúin. Heilbrigðisyfirvöld eru að skoða allt hjá sér, hvar væri hægt að koma sjúklingum fyrir og annað slíkt. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hátt í átta þúsund staðfest smit Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hún er talin eiga uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Minnst 170 eru látin vegna veirunnar, en þar af eru flestir í Hubei-héraði í Kína, þar sem Wuhan er. Þá sýna nýjustu tölur yfir staðfest smit að 7711 hafi greinst með veiruna. Veiran hefur breiðst um allt meginland Kína og til alls sextán landa, svo staðfest sé. Undanfarið hafa ríkisstjórnir heims og stórfyrirtæki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Þannig hafa stjórnvöld í Hong Kong lokað fyrir lesta- og ferjusamgöngur til meginlands Kína. Eins hefur Rússland lokað landamærum sínum að Kína. Einnig hefur verið greint frá því að húsgagnaverslunarkeðjan IKEA hafi lokað öllum verslunum sínum á meginlandi Kína. Stór alþjóðleg flugfélög á borð við British Airways og SAS hafa þá aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Kína. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Rauði krossinn og heilbrigðisyfirvöld leita nú að húsnæði sem hægt yrði að nýta sem sóttvarnamiðstöð hérlendis, verði talin þörf á slíkri stöð vegna Wuhan-veirunnar. Sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu slíkrar stöðvar. Fulltrúi Rauða krossins ítrekar að slík stöð yrði algjört neyðarúrræði. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að leitin beinist að húsnæði sem gæti nýst ef til þess kæmi að fólk þyrfti að fara í einangrun eða sóttkví. „Það er bara verið að skoða ýmsa möguleika. Það er ekkert fast í hendi með það hvað myndi henta best og staðsetningin á því. Svo þarf auðvitað að vera þjónusta í kring um það líka, við það fólk sem þar er.“ Þórólfur nefndi þó enga ákveðna staðsetningu og segir að almenn leit standi yfir. „Það er bara verið að skoða ýmsa kosti. Þetta kemur bara í ljós þegar menn eru búnir að komast að niðurstöðu.“ Hann segir heilbrigðisyfirvöld vinni nú eins hratt og kostur er á við að festa hendur á hentugt húsnæði. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu mögulegrar stöðvar.Vísir/baldur Algjört neyðarúrræði Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að komi til þess að sóttvaramiðstöð yrði sett upp, yrði slíkt algjört neyðarúrræði. Engin þörf sé á slíkri stöð hérlendis, eins og staðan er í dag. „Þetta er allt á fyrstu stigum. Ég veit að það hefur verið rætt að þetta yrði nálægt flugvellinum,“ segir Brynhildur í samtali við fréttastofu, og á þar við Keflavíkurflugvöll. Hún segir að líkur megi leiða að því að þeir sem gætu þurft að nýta sér sóttvarnamiðstöð væru erlendir ferðamenn og því væri heppilegt að hafa stöðina nálægt eina alþjóðaflugvelli landsins. „Þetta húsnæði sem verið er að skoða. Þetta er algjört neyðarúrræði. Við viljum ekki skelfa fólk, en við viljum vera tilbúin. Heilbrigðisyfirvöld eru að skoða allt hjá sér, hvar væri hægt að koma sjúklingum fyrir og annað slíkt. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hátt í átta þúsund staðfest smit Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hún er talin eiga uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Minnst 170 eru látin vegna veirunnar, en þar af eru flestir í Hubei-héraði í Kína, þar sem Wuhan er. Þá sýna nýjustu tölur yfir staðfest smit að 7711 hafi greinst með veiruna. Veiran hefur breiðst um allt meginland Kína og til alls sextán landa, svo staðfest sé. Undanfarið hafa ríkisstjórnir heims og stórfyrirtæki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Þannig hafa stjórnvöld í Hong Kong lokað fyrir lesta- og ferjusamgöngur til meginlands Kína. Eins hefur Rússland lokað landamærum sínum að Kína. Einnig hefur verið greint frá því að húsgagnaverslunarkeðjan IKEA hafi lokað öllum verslunum sínum á meginlandi Kína. Stór alþjóðleg flugfélög á borð við British Airways og SAS hafa þá aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Kína.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23
Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15
Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18