Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2020 10:45 Seth Meyers var ekki hrifinn af framgöngu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd/NBC Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40