Feður eiga líka fæðingarsögur: „Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Ísak og Gréta eiga eina stúlku sem kom í heiminn árið 2017. Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira