Eiður Aron: Ég verð ekki ánægður ef ég dett úr liðinu eftir þennan leik Andri Már Eggertsson skrifar 15. ágúst 2020 18:40 Eiður Aron var flottur í hjarta varnar Vals í dag. Vísir/Bára Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson snéri aftur í lið Vals er liðið vann 1-0 sigur á KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Eiður Aron hefur mátt þola mikla bekkjarsetu það sem af er sumri en fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Vals í dag og nýtti tækifærið vel. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði svo eina mark leiksins snemma leiks þegar hann nýtti sér mistök Rodrigo Gomes í liði KA. Sigurinn þýðir að Valur er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. „Ég var orðin mjög óþolinmóður á þeim fáu tækifærum sem ég var búinn að fá í Vals liðinu. Það var fínt að fá 90 mínútur í dag sem skilaði sér í flottum sigri. Ég lýg því ekki þetta er búið að vera erfitt en gaman að fá að spila,” sagði Eiður Aron að leik loknum. Honum fannst leikurinn ekki vera nein flugeldasýning en það þarf líka að vinna þessa svokölluðu iðnaðarsigra ef liðið ætlar sér að verða Íslandsmeistari. Fyrir varnarmenn er svo fátt betra en að halda hreinu. „Það er oft talað um það sem einkennir meistara lið er að spila illa og fá þrjú stig sem var það sem gerðist í okkar leik í dag. Við vorum alls ekki góðir en leggjumst glaðir á koddann í kvöld.” „Ég get ekki beðið eftir að tylla mér aftur á bekkinn eins og venjan hefur verið,” sagði Eiður í kaldhæðni. Segist hann vera mættur til að spila fótbolta og að frammistaða hans í dag ætti alltaf að skila honum byrjunarliðssæti í komandi leikjum Vals. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 1-0 | Fyrsta tap Arnars með KA kom að Hlíðarenda Valur varð fyrsta liðið til að leggja KA af velli síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu. 15. ágúst 2020 18:07 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson snéri aftur í lið Vals er liðið vann 1-0 sigur á KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Eiður Aron hefur mátt þola mikla bekkjarsetu það sem af er sumri en fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Vals í dag og nýtti tækifærið vel. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði svo eina mark leiksins snemma leiks þegar hann nýtti sér mistök Rodrigo Gomes í liði KA. Sigurinn þýðir að Valur er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. „Ég var orðin mjög óþolinmóður á þeim fáu tækifærum sem ég var búinn að fá í Vals liðinu. Það var fínt að fá 90 mínútur í dag sem skilaði sér í flottum sigri. Ég lýg því ekki þetta er búið að vera erfitt en gaman að fá að spila,” sagði Eiður Aron að leik loknum. Honum fannst leikurinn ekki vera nein flugeldasýning en það þarf líka að vinna þessa svokölluðu iðnaðarsigra ef liðið ætlar sér að verða Íslandsmeistari. Fyrir varnarmenn er svo fátt betra en að halda hreinu. „Það er oft talað um það sem einkennir meistara lið er að spila illa og fá þrjú stig sem var það sem gerðist í okkar leik í dag. Við vorum alls ekki góðir en leggjumst glaðir á koddann í kvöld.” „Ég get ekki beðið eftir að tylla mér aftur á bekkinn eins og venjan hefur verið,” sagði Eiður í kaldhæðni. Segist hann vera mættur til að spila fótbolta og að frammistaða hans í dag ætti alltaf að skila honum byrjunarliðssæti í komandi leikjum Vals.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 1-0 | Fyrsta tap Arnars með KA kom að Hlíðarenda Valur varð fyrsta liðið til að leggja KA af velli síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu. 15. ágúst 2020 18:07 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA 1-0 | Fyrsta tap Arnars með KA kom að Hlíðarenda Valur varð fyrsta liðið til að leggja KA af velli síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu. 15. ágúst 2020 18:07