Seldi efni í átta þúsund fjölnota grímur í forsölu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2020 21:00 Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira