Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2020 23:07 Sanders telur að bregðast þurfi við vegna afstöðu forsetans til póstatkvæða. Salwan Georges/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira