Lindelof kallaði nýju stjörnu Man United mjög ljótu orði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 10:30 Victor Lindelof og Bruno Ferndanes var vel heitt í hamsi. Getty/James Williamson Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Sjá meira
Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti