Erlent

Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hlúð að konu sem særðist í árásinni.
Hlúð að konu sem særðist í árásinni. AP/Farah Abdi Warsameh

Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. Vígamennirnir sprengdu bílsprengju við hótelið í gær, ruddust þar inn og tóku gísla. Hótelið, sem er nýbyggt, er í eigu þingmanns og vinsælt meðal embættismanna.

Auk fimm vígamanna al-Shabab féllu ellefu manns, samkvæmt heimildum BBC. Meðal hinna látnu eru háttsettir embættismenn í Upplýsingaráðuneyti og Varnarmálaráðuneyti Sómalíu.

Tveir árásarmannanna voru felldir við hlið hótelsins en tveir til viðbótar komust þar inn og tóku fólk í gíslingu. Tugir eru sagðir hafa særst en rúmlega 200 manns var bjargað af hótelinu. Alls stóð árásin og umsátrið yfir í rúmar fjórar klukkustundir.

Al-Shabab hryðjuverkasamtökin eru nátengd al-Qaeda og hafa um árabil gert árásir í Sómalíu og í Kenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×