Saumaklúbburinn er dáinn Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun