Lukaku og Martinez sáu um Shakhtar er Inter tryggði sér sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 20:56 Lukaku skoraði tvívegis í kvöld. vísir/getty Inter valtaði hreinlega yfir Shakhtar Donetsk í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur leiksins 5-0 Inter Milan í vil. Andra ... - markvörður Shakhtar - átti slæma sendingu fram völlinn á 18. mínútu. Endaði það með því að Nicolo Barella gaf fyrir markið og Lautaro Martinez skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-0 Inter Milan í vil en fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik. Lautaro Martinez & Romelu Lukaku have scored 51 goals between them for Inter Milan this season pic.twitter.com/BzF5AxV1Fg— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2020 Leikmenn Shakhtar voru alveg sprungnir í síðari hálfleik á meðan Inter virtist eiga nóg eftir á tanknum. Það tók Inter hins vegar tæpar tuttugu mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en eftir það brustu flóðgáttirnar einfaldlega. Danilo D'Ambrosio tvöfaldaði forystu ítalska félagsins á 64. mínútu og tíu mínútum síðar skoraði Martinez sitt annað mark í leiknum. Romalu Lukaku hefur verið heitur fyrir framan mark andstæðinganna í vetur og hann bætti við mörkum á 78. og 84. mínútu. Var þetta 10. Evrópudeildarleikurinn í röð sem Lukaku skorar í. Romelu Lukaku extends his Europa League record and scores in his 10th straight game pic.twitter.com/lMEVD4yz8s— B/R Football (@brfootball) August 17, 2020 Ljóst að þeir Martinez og Lukaku ná vel saman í fremstu víglínu en þeir skoruðu báðir tvívegis ásamt því að leggja upp sitt hvort markið. Lokatölur 5-0 og ljóst að lærisveinar Antonio Conte mæta Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar á föstudaginn kemur - að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Inter valtaði hreinlega yfir Shakhtar Donetsk í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur leiksins 5-0 Inter Milan í vil. Andra ... - markvörður Shakhtar - átti slæma sendingu fram völlinn á 18. mínútu. Endaði það með því að Nicolo Barella gaf fyrir markið og Lautaro Martinez skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-0 Inter Milan í vil en fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik. Lautaro Martinez & Romelu Lukaku have scored 51 goals between them for Inter Milan this season pic.twitter.com/BzF5AxV1Fg— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2020 Leikmenn Shakhtar voru alveg sprungnir í síðari hálfleik á meðan Inter virtist eiga nóg eftir á tanknum. Það tók Inter hins vegar tæpar tuttugu mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en eftir það brustu flóðgáttirnar einfaldlega. Danilo D'Ambrosio tvöfaldaði forystu ítalska félagsins á 64. mínútu og tíu mínútum síðar skoraði Martinez sitt annað mark í leiknum. Romalu Lukaku hefur verið heitur fyrir framan mark andstæðinganna í vetur og hann bætti við mörkum á 78. og 84. mínútu. Var þetta 10. Evrópudeildarleikurinn í röð sem Lukaku skorar í. Romelu Lukaku extends his Europa League record and scores in his 10th straight game pic.twitter.com/lMEVD4yz8s— B/R Football (@brfootball) August 17, 2020 Ljóst að þeir Martinez og Lukaku ná vel saman í fremstu víglínu en þeir skoruðu báðir tvívegis ásamt því að leggja upp sitt hvort markið. Lokatölur 5-0 og ljóst að lærisveinar Antonio Conte mæta Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar á föstudaginn kemur - að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti