Segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk komi fram við hinsegin fólk af virðingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 17:54 Landlæknir gaf í dag út tilkynningu þar sem hamrað var á því að heilbrigðisstarfsfólk kæmi fram við hinsegin fólk af virðingu. Vísir/Jóhann/Vilhelm Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“ Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“
Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29
Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00