Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 22:45 Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Vísir/getty 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“ Perú Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“
Perú Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira