Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur 9. febrúar 2020 13:01 Katrín Jakobsdóttir segir hugsunina bak við frumvarpið vera að ekki sé hægt að fara í kring um reglur með "kennitölukrúsídúllum.“ vísir/vilhelm Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15
Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15
Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00